Um okkur
Um Premium ehf.
Premium ehf. var stofnað árið 2010 til að sjá um iðgjaldainnheimtur frá launagreiðendum fyrir þýska tryggingafélagið Versicherungskammer (Bayern Líf).
Premium er staðsett á Siglufirði og hjá Premium starfa 9 starfsmenn.
Ákveðið var af stofnendum Premium að hafa fyrirtækið staðsett á Siglufirði en á Siglufirði hefur myndast talsverð þekking og kunnátta við iðgjaldainnheimtur.
Fyrirtækið sér um iðgjaldaskráningu, fruminnheimtu og milliinnheimtu vegna lífeyrissjóðsframlaga. Premium notar til þess Jóakim frá Init sem er útbreiddasta lífeyris- og félagakerfi á Íslandi. Í ágúst 2015 varð Premium löggilt innheimtufyrirtæki og fellur þ.a.l. undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins.
Bayern Versicherungskammer AG (VKB) / Bayern Líf býður upp á séreignarsparnað fyrir Íslendinga.
Sparnaðurinn byggir á grundvelli laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. .
VKB er undir eftirliti Bafin, þýska fjármálaeftirlitsins.
Starfsemi VKB á Íslandi er undir eftirliti FME, íslenska fjármálaeftirlitsins, varðandi neytendavernd og fjárfestingarstefnu þ.e. að fjárfestingarstefna sé í samræmi við fyrrgreind lög og er varðar peningaþvott.
Starfsemi vátryggingarmiðlunarinnar PM-Premium Makler Gmbh, sem miðlar vörum VKB, er einnig undir eftirliti bæði Bafin og FME.
Við erum Premium
Okkar starfsfólk leitast við að veita þér og þínum bestu þjónustu sem völ er á. Við erum stolt af okkar starfi og vitum að það skilar sér til þín.