Tilkynningar

VEGNA SKATTFRAMTALS 2022

Sjóðfélagar Versicherungskammer (Bayern Líf) fengu villumeldingu í skattframtalsgerð 2022 þar sem þeir eru beðnir um upplýsingar um erlenda peningaeign við árslok 2021 ásamt fjármunatekjum af þeim.
Búið er að laga þetta í kerfum RSK. Eingöngu er um ábendingu að ræða og haka þarf í „Lesið“ til að halda áfram með framtalsgerðina.
Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta hefur valdið.

VEGNA ÚTTEKTAR ÚR SÉREIGNARSJÓÐ BAYERN LÍF VEGNA COVID-19 ÚRRÆÐA

Alþingi hefur nú samþykkt að opna tímabundið fyrir úttektir á viðbótarlífeyrissparnaði en það er eitt af þeim úrræðum sem gripið hefur verið til vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar.

Hámarksúttekt fyrir einstakling er 12 milljónir króna.
Hámarksgreiðsla á mánuði er 800.000 krónur.
Tekjuskattur er innheimtur af greiðslum úr viðbótarlífeyrissjóði.
Heimildin gildir frá 1. apríl 2021 til 1. janúar 2022

Premium ehf. mun sjá um þessa þjónustu fyrir þýska vörsluaðilann Versicherungskammer.

Til að sækja um úrræðið þá þarf að skila inn undirritaðri umsókn ásamt ljósriti af vegabréfi til Premium ehf. Best er að prenta umsóknina út og undirrita og taka mynd ásamt mynd af vegabréfi. Ath að taka mynd af upplýsingasíðunni og undirritunarsíðunni og senda á skil@premium.is. Premium mun senda staðfestingu á móttöku.
Umsóknir þurfa að berast fyrir 1. hvers mánaðar til þess að fá útgreitt 25. sama mánaðar
Umsóknin sjálf er hér að neðan

Launaseðlar verða aðgengilegir á sjóðfélagavef Bayern Líf:
Sjóðfélagavefur Bayern Líf

Sýnishorn af útfylltri umsókn – mynd 1
Sýnishorn af útfylltri umsókn – mynd 2

Translation of the application in English
Translation of the application in Polish