Mínar síður - Gagnageymslan

Premium er með samning við Versiherungskammer (Bayern Líf) um að innheimta iðgjöld sjóðfélaga frá launagreiðendum og bjóða þér upp á ýmsa aðra þjónustu. ​

Afrit af lífeyrissamningnum þínum ásamt tilkynningum er geymt í gagnageymslunni þinni. Þú hefur aðgang að henni með því að skrá þig þar inn með rafrænum skilríkjum.

Sjóðfélagavefur

Smelltu hér að neðan og skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum til þess að komast inn á mínar síður. Þar koma fram greiðslur launagreiðenda inn á sjóðfélaga:

Nýr launagreiðandi

Ef þú hefur skipt um atvinnu og/eða bætt við þig vinnu þá þarf að tilkynna okkur um það svo við getum passað upp á að iðgjöldin þín skili sér á réttan hátt með því að fylla út eyðublaðið hér.

Ef þú veist ekki kennitölu launagreiðenda þíns slepptu þá að setja hana inn og við finnum hana fyrir þig.

Skráning launagreiðanda

Skráning lífeyrissjóðs

Nýr lífeyrissjóður

Ef þú hefur skipt um, eða nýlega skráð þig í lífeyrissjóð þá þarf að tilkynna okkur um það svo við getum passað upp á að iðgjöldin þín skili sér á réttan hátt með því að fylla út eyðublaðið hér.

Gjaldskrá Premium

Frum- og milliinnheimta: Sbr. “Reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar o.fl nr. 37/2009”.​

  • Umsýslugjald vegna umsóknar um útgreiðslu séreignar vegna COVID-19: 8.900 kr.​
  • Umsýslugjald vegna greiðslna inn á íbúðarlán og úttekta vegna fyrstu íbúðarkaupa: 9.900 kr. per ár
  • ​Umsýslugjald vegna flutnings á réttindum til annarra vörsluaðila: 0,5 % af upprunalegri fjárhæð, þó aldrei lægra en 5.000 kr.

Útgreiðslur

Útgreiðslur séreignarsparnaðar
Útborgun séreignarsparnaðar getur hafist við 60 ára aldur og skila þarf inn útfylltri og undirritaðri umsókn til sjóðsins auk afriti af skilríkjum.
Útgreiðslur eru greiddar síðasta virka dag hvers mánaðar. Tekjuskattur er dreginn af við útborgun.​

Vegna aldurs
Réttur til útborgunar er við 60 ára aldur og er þá heildarinneign laus til útborgunar. Útborgun getur þó aldrei hafist fyrr en tveimur árum eftir að fyrsta greiðsla barst sjóðnum. 

​Vegna andláts
Séreignarsparnaður erfist og er laus til útborgunar við andlát sjóðfélaga.. Tekjuskattur er dreginn af séreignarsparnaði við útborgun en ekki erfðafjárskattur.
Erfingjar þurfa fyrst að sækja um skiptingu séreignar samkvæmt “yfirliti um framvindu Skipta”  (frá Sýslumanni).
Ef ekki er um lögerfingja er að ræða, rennur séreignarsparnaðurinn inn í dánarbú.​

Vegna örorku
Heimilt er að fá séreignarsparnað greiddan fyrir 60 ára aldur ef um örorku er að ræða. Inneign skal þá dreift jafnt á 7 ár, miðað við 100% örorku. 
Sjóðfélagi sem hefur öðlast rétt til útborgunar vegna örorku getur óskað eftir útborgun með eingreiðslu sé inneign undir ákveðinni viðmiðunarfjárhæð. Viðmiðunarfjárhæðin breytist í hlutfalli við breytingu á vísitölu neysluverðs. Viðmiðunarfjárhæðin er kr. 1.616.427 í janúar 2023. 

Útgreiðsla tilgreindrar séreignar
Um greiðslur úr vátryggingarsamningnum vegna tilgreindrar séreignar gilda ákvæði laga nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og 7. grein reglugerðar 391/1998 (um útborgun gilda sömu reglur og fyrir séreignarhlutann í samtryggingarsjóði sjóðsfélaga).
Leit