Um Premium

Premium ehf. var stofnað 2010 gagngert til að sjá um iðgjaldainnheimtur frá launagreiðendum fyrir þýska tryggingafélagið Versicherungskammer (Bayern Líf).

Premium er staðsett á Siglufirði og hjá Premium starfa 8 starfsmenn.
Það var ákveðið af stofnendum Premium að hafa fyrirtækið staðsett á Siglufirði en á Siglufirði hefur myndast talsverð þekking og kunnátta við iðgjaldainnheimtur.

Fyrirtækið sér um iðgjaldaskráningu, fruminnheimtu og milliinnheimtu vegna lífeyrissjóðsframlaga og notar til þess Jóakim frá Init sem er útbreiddasta lífeyris- og félagakerfi á Íslandi.

Í ágúst 2015 varð Premium löggillt innheimtufyrirtæki og fellur þ.a.l. undir eftirlit Fjármálaeftirlitsins

Premium ehf.
kt. 561210-0630
Aðalgötu 34, 580 Siglufjörður
Sími 412 2700, fax 412 2709
Netfang Premium@premium.is
Heimasíða www.premium.is